Warranty_Page_Image

Canon European WG series Warranty Icelandic

Þetta er ábyrgð endanotenda á almennum markaði í boði frá Canon Europa NV, Bovernkerkerweg 59, 1185 XB, Amstelveen, Hollandi („Canon“) til endanlegra viðskiptavina, sem kaupa Canon WG Series vörur til eigin nota en virka ekki sem neytendur samkvæmt staðbundunum lögum í því landi þar sem WG Series vörurnar eru keyptar.
Ef þú ert neytandi hefur þú ekki rétt á þessari ábyrgð, en lögbundin réttindi neytandans samkvæmt gildandi landslögum gilda um þig.
Þessar skilmálar og skilyrði og tilboðið hér að neðan gilda undir lögum Englands og Wales og skulu vera háð eingöngu lögsögu dómstóla Englands og Wales.


Þjónustan sem boðið er upp á er sem eftirfarandi:

• Ábyrgð á staðnum

Canon WG Series vörur sem ætlaðar eru til sölu og keyptar innan Evrópska efnahagssvæðisins („EES“ – það er að segja Evrópusambandið, Ísland, Liechtenstein, Noregur) ásamt Sviss, falla undir evrópska ábyrgð Canon á WG Series vörum. Canon ábyrgist það að ef nýja WG Series varan er talin vera gölluð innan gildandi ábyrgðartíma, verður gallinn lagfærður án endurgjalds (skilmálar og skilyrði gilda - sjá hér að neðan).
Hægt er að fá viðgerðarþjónustu fyrir allar vörur gegn gjaldi, utan viðeigandi ábyrgðarskilmála eða -tímabils og fyrir skemmdir eða viðgerðir sem ábyrgðin nær ekki yfir.
Þessi ábyrgð verður þín eina og einstaka úrlausn og hvorki Canon né dótturfélög þess eða aðrir evrópskir ábyrgðarmenn á WG Series vörum skulu bera ábyrgð á neinum tilfellum eða afleiðingum tjóns vegna brota á neinni hugsanlegri eða óbeinni ábyrgð á þessari vöru.


Skilmálar og skilyrðiÁbyrgð á staðnum


Canon ábyrgist að vélbúnaður þessarar WG Series vöru sé í góðu lagi á ábyrgðartímabilinu. Ef galli kemur í ljós í vélbúnaðinum innan ábyrgðartímabilsins verður boðið upp á viðgerðarþjónustu á staðnum án endurgjalds innan meðlimalandanna.
Þessi ábyrgð á staðnum gildir fyrir Canon WG Series vörur sem eru ætlaðar fyrir og keyptar innan Evrópska efnahagssvæðisins („EES“) ásamt Sviss.
Þessa endurgjaldslausu þjónustu er aðeins hægt að fá gegn framlagningu upphaflegra reiknings/greiðslustrimils sem gefinn er út til endanlegs notanda af seljanda.
Canon áskilur sér rétt til að skipta um gölluðu vöruna með annarri jafngildri vöru sem hefur sömu eða betri gæði miðað við gölluðu vöruna, í stað þess að gera við gallaða vöru.


1. Ábyrgðartímabil

Ábyrgð á staðnum gildir í eitt ár frá kaupdegi nýju Canon WG Series vörunnar þinnar, samkvæmt kaupkvittun eða eftir 300.000 prentanir, hvort sem verður á undan.


2. Til að fá ábyrgðarþjónustu  

Hægt er að viðgerðarþjónustu á staðnum með því að hafa samband við þjónustuborð Canon í gegnum síma (Upplýsingar varðandi tengiliði ábyrgðaraðila).
Ábyrgðarþjónusta á staðnum verður veitt á einn af eftirfarandi vegu:

• Viðgerð á staðnum (framkvæmd af tæknimanni)*, sem nær yfir allan tengdan vinnukostnað (þar á meðal útkall, ferðalög, og viðgerðartíma) og kostnað við alla varahluti

• Sending á varahlutum sem notandi getur skipt um (með pósti), sem nær yfir kostnað við viðeigandi varahluti og tengdan sendingarkostnað.

*Þjónustan sem er veitt samkvæmt þessari ábyrgð á staðnum gæti verið veitt af þriðja aðila fyrir hönd Canon með viðeigandi hæfni og natni.

Þessi þjónusta nær yfir allan tengdan vinnukostnað (þar á meðal útkall, ferðalög og viðgerðartíma) og kostnað við alla varahluti.


3. Canon WG Series ábyrgðaraðilar

Canon WG Series ábyrgðaraðilar eru þau lönd þar sem hægt er að fá ábyrgðarþjónustu á staðnum.

Vinsamlegast hafðu samband við viðeigandi evrópskan WG Series ábyrgðaraðila ef þú þarfnast frekari upplýsinga varðandi þessa ábyrgð.


4. Takmarkanir

Þessi ábyrgð nær ekki yfir eftirfarandi:

- Rekstrarvörur;
- Neinn hugbúnað;
- Hluta sem geta slitnað (t.d. þil, ytri hlífar) ásamt birgðum og aukahlutum (t.d. viðbótar pappírshylki, stallur o.s.frv.) sem eru notuð með þessari vöru;
- Galla sem koma til vegna breytinga sem eru gerðar án samþykkis Canon;
- Kostnað Canon við að gera einhverjar aðlögun eða breytingar á WG Series vöru sem eru nauðsynlegar fyrir einstök lönd vegna tækni- eða öryggisstaðla eða forskrifta eða öðrum kostnaði til að aðlaga WG Series vöruna vegna hvers konar tæknilýsinga sem hafa breyst frá afhendingu vöru;
- Skemmdir sem stafa af því að WG Series vara er ekki í samræmi við sérstakar kröfur lands eða forskriftir í öðru landi en því landi sem kaup voru gerð; Ábyrgðarviðgerð á staðnum er undanskilin ef skemmdir eða gallar hafa stafað af:
- Óviðeigandi notkun, meðhöndlun eða stjórnun á WG Series vörunni sem um getur í handbókum notenda eða rekstraraðila og/eða viðeigandi skjölum notanda, þ.m.t. án takmörkunar, rangrar geymslu, falls, óhóflegs hristings, tæringar, óhreininda, vatns- eða sandtjóns;
- Skemmdum sem stafa beint frá notkun varahluta, hugbúnaðar eða rekstrarvöru (t.d. blek, pappír, prentduft eða viðhaldshylki), sem eru ekki samhæfar vörunni. Samhæfni við sérstöku Canon WG Series vöruna þína ætti að vera sýnd á umbúðunum en er tryggð þegar notaðar eru ósviknir Canon-varahlutir, hugbúnaður eða rekstrarvörur eins og þær hafa verið prófaðir. Þér er ráðlagt að athuga samhæfni fyrir notkun;
- Tengingu á WG Series vörunni við búnað sem er ekki samþykktur fyrir tengingu við Canon.
- Slysum eða hamförum eða einhverjum ástæðum utan áhrifasviðs Canon, þar á meðal en ekki takmarkað við eldingar, vatn, eld, opinberar truflanir og óviðeigandi loftræstingu.
- Reglubundnu eftirliti eða öðru stöðluðu viðhaldi á WG Series vörunni; Til viðbótar við það sem er hér á undan nær ábyrgð á staðnum ekki yfir:
- Þjónustu og tengda varahluti sem þarf vegna rangrar uppsetningar eða nettengingar við vöruna þína ef uppsetningin og nettenging vörunnar þinnar hefur ekki verið veitt af Canon;
- Nauðsynlega vinnu vegna aftengingar og endurtengingar við WG Series vöruna, þar á meðal allan nauðsynlegan undirbúning fyrir öruggan flutning, fyrir utan þann sem er veittur af okkur eða fyrir okkar hönd;
- Vinnu sem er fyrir utan hefðbundinn þjónustutíma okkar (9 til 17 mánudaga til föstudaga, almennir frídagar undanskildir).


Vinsamlegast athugaðu að ábyrgð á staðnum getur aðeins verið veitt með þeirri forsendu að WG Series varan þín sé staðsett í Canon WG Series ábyrgðarlandi. Aðeins er hægt að veita þér ábyrgðarþjónustu á staðnum að því gefnu að þú veitir þjónustuaðilanum aðgang að vörunni og sanngjarna aðstoð sem beðið er um í tengslum við þjónustuna.
Ef þú flytur vöruna til annars lands skaltu athuga hvort að landið sem þú flytur til sé Canon WG Series ábyrgðarland til að tryggja að Canon bjóði upp á ábyrgð á staðnum í því landi.


5. Annað 

Viðgerðarþjónusta getur tafist þegar hún er framkvæmt utan upprunalandsins þar sem WG Series varan er ekki enn seld í því landi eða seld í skilgreindi hönnun fyrir viðeigandi land.. Samkvæmt því er ekki víst að tilteknir varahlutir fyrir WG Series vöruna séu til á lager í viðgerðarlandinu. Canon tekur enga ábyrgð á neinum öðrum kröfum, þar á meðal, en ekki takmarkað við, tap á upptöku miðla og tap á gögnum o.fl., sem ekki er sérstaklega tekið fram í þessari ábyrgð.

Potrebbero anche interessarti…

Feedback